Völsungur frá Húsavík komst í gær í átta liða úrslitin í bikarkeppni karla í blaki, Kjörís-bikarnum, með því að vinna Blakfélag Hafnarfjarðar, 3:0, á Húsavík en bæði liðin leika í 2. deild Íslandsmótsins.
Völsungur fær úrvalsdeildarlið Vestra í heimsókn í átta liða úrslitunum 25. febrúar.
Völsungur vann hrinurnar 25:21, 25:23 og 25:17. Stigahæstir í liði Völsungs voru Aron Bjarki Kristjánsson með 14 stig og Sigurður Helgi Brynjúlfsson með tíu stig og í liði Blakfélags Hafnarfjarðar var Tómas Þór Þorsteinsson með níu stig.