Kolbrún Garðarsdóttir skoraði tvívegis fyrir Fjölni þegar liðið hafði betur gegn SR, 4:1, í úrvalsdeild kvenna í íshokkí, Hertz-deildinni, í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld.
Kristín Ingadóttir kom Fjölni yfir í fyrsta leikhluta og Kolbrún tvöfaldaði forystu Fjölnis snemma í öðrum leikhluta.
Alexandra Hafsteinsdóttir minnkaði muninn fyrir SR í öðrum leikhluta áður en Kolbrún bætti við þriðja marki Fjölnis.
Það var svo Sigrún Arnardóttir sem innsiglaði sigur Fjölnis í fjórða leikhluta en Fjölnir er með 21 stig í öðru sæti deildarinnar.
SA er sem fyrr ósigrað á toppinum með fullt hús stiga eða 33 stig en SR er án stiga í neðsta sætinu.