Þrír íslenskir keppendur verða á meðal þátttakenda á HM í alpagreinum í Frakklandi, sem hefst í næstu viku.
Gauti Guðmundsson, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Jón Erik Sigurðsson keppa öll í svigi og stórsvigi á heimsmeistaramótinu.
Þau koma á mótsstað mánudaginn 13. febrúar næstkomandi og hefja leik þremur dögum síðar.
Þjálfarar íslensku keppendanna á mótinu verða Arjan Wanders, Eric Stappers og Damjan Vesovic.