Ólympíufari lést aðeins 37 ára

Elena Fanchini.
Elena Fanchini. AFP/Dimitar Dilkoff

Ítalska skíðakonan Elena Fanchini er látin, aðeins 37 ára að aldri, eftir áralanga baráttu við krabbamein.

Vetraríþróttasamband Ítalíu tilkynnti um fráfall hennar í dag.

Fanchini tók þátt á Vetrarólympíuleikunum árin 2006, 2010 og 2014 en neyddist til að draga sig úr keppni á leikunum í Pyeonchang í Suður-Kóreu árið 2018 eftir að hún greindist með meinið í upphafi þess árs.

Hún vann tvívegis til gullverðlauna í bruni á heimsbikarmótum, árin 2005 og 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert