Knattspyrnumaðurinn Arnar Pálmi Kristjánsson og blakkonan Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Völsungs fyrir árið 2022 en kjörinu vat lýst á samkomu sem félagið stóð fyrir gær.
Arnar Pálmi er orðinn algjör lykilmaður í meistaraflokki Völsungs í knattspyrnu þar sem hann spilaði allar mínútur í mótsleikjum liðsins á síðasta ári. Arnar Pálmi hefur þrátt fyrir ungan aldur nú þegar leikið yfir 100 leiki í öllum keppnum fyrir félagið.
Heiðdís Edda átti feikilega gott blakár með Völsungi sem endaði á því að hún var kölluð inní A-landsliðið þar sem hún spilaði sinn fyrsta landsleik. Þar að auki tók hún við fyrirliðabandinu hjá meistaraflokki og leiðir nú lið sitt í toppbaráttu efstu deildar í blaki.