Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs í bandarísku NFL-deildinni í ruðningi, hefur verið útnefndur verðmætasti leikmaður deildarinnar fyrir tímabilið 2022.
Er þetta í annað sinn á ferlinum sem Mahomes hlýtur útnefninguna, en hann var einnig valinn tímabilið 2018.
Mahomes, sem er 27 ára gamall, var með 41 sendingu sem enduðu með snertimarki í deildakeppninni í NFL, og var enginn með fleiri á tímabilinu.
Einnig kastaði hann boltanum alls 4.801 metra, sem er það mesta sem Mahomes hefur kastað á einu tímabili.
Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles mætast í Ofurskálarleiknum, úrslitaleik NFL-deildarinnar, næstkomandi sunnudagskvöld.