Óvænt úrslit í Meribel

Jasmine Flury fagnar sigrinum.
Jasmine Flury fagnar sigrinum. AFP/Jeff Pachoud

Óvænt úrslit urðu í bruni kvenna á HM í alpagreinum í Meribel í Frakklandi í dag.

Hin svissneska Jasmine Flury, sem var 13. á stigalista FIS fyrir keppnina, kom sá og sigraði, fjórum hundraðshlutum úr sekúndu á undan Ninu Ortlieb frá Austurríki.

Ortlieb var 11. á stigalistanum fyrir keppnina. Corinne Suter, landa Flury, varð þriðja en hún var önnur á stigalistanum fyrir keppnina.

Sofia Goggia frá Ítalíu, sem leiddi stigalistann, náði ekki að klára.

Þetta var önnur jafnasta brunkeppni kvenna í sögu heimsmeistaramótsins en aðeins fjórir hundraðshlutar úr sekúndu skildu að fyrsta og annað sætið og aðeins átta hundraðshlutar annað og þriðja sætið.

„Mér líður eins og í draumi. Ég veit ekkert hvað er að gerast,“ sagði nýkrýndur heimsmeistari við franska fréttamenn.

Nina Ortlieb sem varð önnur, Jasmine Flury sem sigraði og …
Nina Ortlieb sem varð önnur, Jasmine Flury sem sigraði og Corinne Suter sem hafnaði í þriðja sæti. AFP/Jeff Pachoud
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert