Sterkur sigur Fjölnis á meisturunum

Fjölniskonan Elísa Sigfinnsdóttir með pökkinn í dag.
Fjölniskonan Elísa Sigfinnsdóttir með pökkinn í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Fjölnir vann sterkan sigur á Íslandsmeisturum SA er liðin mættust á skautasvellinu í Egilshöll í kvöld, 3:1.

Eftir markalausa fyrstu lotu skoruðu þær Sigrún Árnadóttir og Elísa Sigfinnsdóttir fyrir Fjölni í annarri lotu.

Var staðan 2:0, þar til tæpar fjórar mínútur voru eftir, en þá minnkaði Katrín Björnsdóttir muninn. SA reyndi hvað það gat að jafna undir lokin, en María Kristjánsdóttir gulltryggði 3:1-sigur Fjölnis sjö sekúndum fyrir leikslok.

SA er enn í toppsætinu með 33 stig, níu stigum á undan Fjölni. Liðin mætast aftur á sama stað á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert