Odermatt hafði betur gegn Kilde í dag

Marco Odermatt fagnar sigrinum í dag.
Marco Odermatt fagnar sigrinum í dag. AFP/Lionel Bonaventure

Svisslendingurinn Marco Odermatt sigraði í bruni karla á HM í alpagreinum í Courchevel í Frakklandi í dag.

Hann hafði betur gegn Norðmanninum Aleksander Aamodt Kilde með 48 hundraðshlutum úr sekúndu en kapparnir hafa marga hildina háð í skíðabrekkunum.

Odermatt hefur aldrei sigrað í brunkeppni heimsbikarmóts eða á HM í alpagreinum.

Cameron Alexander frá Kanada varð þriðji 41 hundraðshluta úr sekúndu á eftir Kilde.

„Þetta er búið að vera klikkaður dagur og klikkuð vika. Ég lagði allt undir í dag og ég náði fullkominni ferð,“ sagði Odermatt í viðtali að keppni lokinni.

Marco Odermatt svífur niður brekkuna í átt að heimsmeistaratitli í …
Marco Odermatt svífur niður brekkuna í átt að heimsmeistaratitli í Courchevel í Frakklandi í dag. AFP/Jeff Pachoud

Kilde var auðmjúkur eftir ósigurinn.

„Odermatt-Kilde baráttan heldur áfram og dagurinn í dag var fullkomið dæmi um það. Það var ótrúlegt hvernig hann skíðaði og hann lagði allt í sölurnar. Það var virkilega flott hjá honum og það var gaman að fylgjast með honum í brekkunni.“

Aleksander Aamodt Kilde varð annar, Marco Odermatt sigraði og Cameron …
Aleksander Aamodt Kilde varð annar, Marco Odermatt sigraði og Cameron Alexander varð þriðji í bruni karla á HM í alpagreinum í Courchevel í Frakklandi í dag. AFP/Lionel Bonaventure
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert