Miguel Angel Ramos skoraði 17 stig fyrir Þrótt frá Neskaupsstað þegar liðið tók á móti Stálúlfi í úrvalsdeild karla í blaki á Neskaupsstað í dag.
Leiknum lauk með öruggum sigri Þróttar, 3:0, en Ramos skoraði 17 stig í leiknum og Ramses Ballersteros var næststigahæstur með níu stig.
Austris Bukoviskis skoraði 16 fyrir Stálúlf og Alexander Stefánsson átta stig en Stálúlfur er í neðsta sæti deildarinnar með stig.
Þróttarar fóru hins vegar upp fyrir HK og í fimmta sætið með sigri en liðið er með 14 stig.