Spennutryllir fyrir austan og norðan

Leikmenn Völsungs fagna stigi í dag.
Leikmenn Völsungs fagna stigi í dag. Ljósmynd/Völsungur

Völsungur hafði betur gegn HK þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í blaki á Húsavík í dag.

Leiknum lauk með dramatískum sigri Völsungs, 3:2, en Völsungur vann fyrstu tvær hrinurnar 25:20.

HK vann hins vegar þriðju hrinu 25:21 og þá fjórðu 25:23 en í oddahrinunni fagnaði Völsungur sigri, 15:3.

Nikkia Benítez skoraði 24 stig fyrir Völsung og Shelby Pullins 15 stig en Þórdís Guðmundsdóttir var stigahæst hjá HK með 17 stig og Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal skoraði 15 stig.

Völungur er með 18 stig í fjórða sæti deildarinnar en HK er með sjö stig í sjötta sætinu.

Paula Ruiz Soria spilar upp hjá Þrótti Fjarðabyggð.
Paula Ruiz Soria spilar upp hjá Þrótti Fjarðabyggð. Ljósmynd/Sigga Þrúða

Þá fagnaði Álftanes naumum sigri gegn Þrótti úr Fjarðabyggð á Neskaupsstað, 3:2.

Leikurinn var æsispennandi en Þróttur vann fyrstu hrinuna 26:24 en Álftanes svaraði strax í annarri hrinu og vann 25:22.

Í þriðju hrinu höfðu Þróttarar betur, 25:22 en Álftanes svaraði um hæl í fjórðu hrinu og vann 25:18. Í oddahrinunni fagnaði Álftanes öruggum sigri, 15:6.

María Jimenes Gallego skoraði 18 stig fyrir Þróttara og Paula Miguel de Blaz 16. Michelle Traini var stigahæst hjá Álftanesi með 23 stig og þær Simona Usic og Marisa Punzi skoruðu níu stig hvor.

Álftanes er áfram í öðru sæti deildarinnar með 25 stig en Þróttur er með 14 í fimmta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert