Kansas vann magnaðan Ofurskálarleik

Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í nótt.
Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í nótt. AFP/Timothy A. Clary

Kansas City Chiefs unnu sinn annan titil á þremur árum þegar liðið hafði betur gegn Philadelphia Eagles, 38:35, í stórkostlegum úrslitaleik bandarísku NFL-deildarinnar í ruðningi, Ofurskálinni, í nótt.

Leikurinn fór hreint frábærlega af stað þar sem staðan var orðin 7:7 að loknum fyrstu tveimur sóknum hans.

Philadelphia var sterkari aðilinn það sem eftir lifði af fyrri hálfleik þar sem Jalen Hurts, leikstjórnandi liðsins, skoraði sjálfur tvö snertimörk og var staðan 24:14 að tveimur leikhlutum loknum.

Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Kansas hins vegar snertimark, staðan var þá orðin 24:21 og allt í járnum það sem eftir var af leiknum.

Kansas sneri aukinheldur taflinu við í fjórða og síðasta leikhluta með tveimur snertimörkum á stuttum tíma.

Staðan var þá orðin 35:27 en Philadelphia var þó ekki á því að gefast upp og tókst að jafna metin í 35:35 með snertimarki og tveimur aukastigum.

Kansas náði að halda boltanum það sem eftir var af leiknum og Harrison Butler, sparkari liðsins, gerði svo út um leikinn með 25 metra vallarmarki aðeins ellefu sekúndum fyrir leikslok og því um seinan fyrir Philadelphia að setja upp eina lokasókn.

38:35 því niðurstaðan og sigurinn Kansas.

Hurts skoraði alls þrjú snertimörk fyrir Philadelphia og gaf sendingu fyrir einu til viðbótar en það reyndist ekki nóg og Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas, reyndist hlutskarpari með því að gefa sendingar fyrir fimm snertimörkum fyrir sitt lið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert