Glæný glímudeild á Íslandi

Hart verður barist í Mjölni á laugardaginn.
Hart verður barist í Mjölni á laugardaginn. Ljósmynd/Ásgeir Marteinsson

Unbroken deildin er glæný glímudeild hér á landi. Keppt er í nogi (án galla/gi) uppgjafarglímu og er einungis hægt að sigra með uppgjafartaki.

Takist hvorugum að ná uppgjafartakinu endar glíman í jafntefli. 97 keppendur eru skráðir til leiks og eru um 160 glímur á dagskrá á hverjum keppnisdegi.

Allir keppa við alla í sínum þyngdarflokki og er glímunum dreift yfir þrjá keppnisdaga; 28. janúar, 18. febrúar og 11. mars. Tveir efstu í hverjum flokki mætast svo í hreinni úrslitaglímu 3. júní í Tjarnarbíói.

Fyrsti keppnisdagur fór fram laugardaginn 28. janúar þar sem 162 glímur voru á dagskrá. Næsti keppnisdagur er nú á laugardaginn í Mjölni.

Stöðuna í hverjum flokki má sjá hér.

Myndbönd frá fyrsta keppnisdegi:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert