SR hafði betur gegn Fjölni, 5:2, í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld.
Fjölnismenn byrjuðu betur, því Viktor Svavarsson kom heimamönnum yfir á 5. mínútu. Þremur mínútum síðar jafnaði Gunnlaugur Þorsteinsson og var staðan 1:1 eftir fyrstu lotu.
Vignir Arason kom Fjölni aftur yfir snemma í annarri lotu, en í henni svöruðu þeir Ævar Arngrímsson og Níels Hafsteinsson og komu SR í 3:2.
Axel Snær Orongan og Heiðar Kristveigarson gulltryggðu svo sigur gestanna í þriðju og síðustu lotunni.
SA er í toppsæti deildarinnar með 30 stig, SR í öðru með 19 og Fjölnir á botninum með fimm stig.