Allir að róa í sömu átt á Hlíðarenda

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna. mbl.is/Árni Sæberg

Það hefur verið æðislegt að fylgjast með framgöngu Vals í Evrópudeild karla í handbolta í vetur. Liðið vann glæsilegan 35:29-heimasigur á Benidorm frá Spáni í gær og er í fínni stöðu í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitunum, þegar tvær umferðir eru eftir.

Valsmenn eru sem stendur í þriðja sæti af sex liðum, með einu stigi meira en Ferencváros í fimmta sæti. Fjögur efstu liðin fara áfram og því mikil spenna fram undan í tveimur síðustu umferðunum. Valur mætir Aix frá Frakklandi á heimavelli í næsta leik og síðan Ystad á útivelli í lokaumferðinni. Íslands- og bikarmeistararnir þurfa væntanlega að vinna annan þeirra til að fara langleiðina með að tryggja sig áfram í útsláttarkeppnina.

Það sem er sérstaklega gaman er hve margir leikmenn Vals hafa náð sér á strik í keppninni. Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir hafa verið á meðal bestu leikmanna Vals alla keppnina og Benedikt átti enn einn stórleikinn í gær.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert