Katla úr leik – sú sigursælasta efst

Katla Björg Dagbjartsdóttir er úr leik.
Katla Björg Dagbjartsdóttir er úr leik.

Katla Björg Dagbjartsdóttir er úr leik í stórsvigi á HM í alpagreinum í Meribel í Frakklandi, en hún náði ekki að klára fyrri ferð í morgun.

Hlekktist henni á neðarlega í brautinni og náði því ekki að klára ferðina.

Hin bandaríska Mikaela Shiffrin, sigursælasta skíðakona sögunnar, er efst eftir fyrri ferðina, en hún var tólf hundraðshlutum fljótari niður brekkuna en Wendy Holdener frá Sviss.

Hin ítalska Federica Brignone er þriðja eftir fyrri ferð.

Mikaela Shiffrin á fleygiferð í brekkunni í dag.
Mikaela Shiffrin á fleygiferð í brekkunni í dag. AFP/Fabrice Coffrini
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert