Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin vann í dag sinn sjöunda heimsmeistaratitil þegar hún vann til gullverðlauna í stórsvigi á HM í alpagreinum í Meribel í Frakklandi.
Þjálfari Shiffrin, Mike Day, sagði upp störfum á miðju heimsmeistaramóti í gær og því viðburðaríkur sólarhringur að baki hjá henni.
Hún kom fyrst í mark í dag á samanlögðum tíma upp á 2:07,13.
Shiffrin hefur nú unnið alls komist 13 sinnum á verðlaunapall á heimsmeistaramótum og er því aðeins tveimur verðlaunapeningum frá því að jafna met þýsku goðsagnarinnar Christl Cranz, sem vann til 15 verðlauna snemma á síðustu öld.