Þorsteinn Halldórsson varð árið 2016 fyrstur til þess að keppa í bogfimi fyrir Íslands hönd á Ólympíumóti fatlaðra er hann tók þátt á mótinu í Ríó.
Þorsteinn, sem keppir í trissuboga, tók ekki þátt á mótinu í Tókýó sumarið 2021 en stefnir nú ótrauður á að tryggja sér sæti á Ólympíumóti fatlaðra í París á næsta ári. Sætið hefur hann ekki tryggt að svo stöddu en fær tækifæri til þess síðar á árinu.
„Það eru tvö mót í sumar þar sem ég get tryggt mér keppnisrétt. Það er ekki nóg að ná lágmörkum, þú þarft að vinna þér inn sæti með því að vera í verðlaunasæti á þessum mótum. Gallinn við þetta er að ég er einn í mínum flokki.
Ef ég væri með annan karl eða konu með mér þá væri þetta mikið auðveldara fyrir mig af því að þá kæmist maður inn í gegnum lið með karli eða blandað lið með konu. Ég er búinn að reyna og reyna að finna einhvern og bjóða fólki að prófa,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið.
Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.