Fimm Íslendingar á HM í Slóveníu

Snorri Einarsson keppir á HM í Slóveníu.
Snorri Einarsson keppir á HM í Slóveníu. AFP/Joe Klamar

Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem fer fram í Planica í Slóveníu dagana 21. febrúar til 5. mars.

Snorri Eyþór Einarsson, besti skíðagöngumaður landsins um árabil, er þar fremstur í flokki en Albert Jónsson, Dagur Benediktsson, Gígja Björnsdóttir og Kristrún Guðnadóttir keppa einnig á mótinu.

Þau Gígja, Albert og Dagur keppa í 5 og 10 km göngu miðvikudaginn 22. febrúar. Kristrún og Dagur keppa síðan fimmtudaginn 23. febrúar í sprettgöngu.

Snorri tekur þátt í 30 km göngu föstudaginn 24. febrúar og keppir síðan í sinni aðalgrein, 50 km göngu, sunnudaginn 5. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert