Karla- og kvennalið SA í íshokkí gerðu góða ferð til Reykjavíkur í kvöld því þau fögnuðu bæði útisigrum í Hertz-deildunum.
Í karlaflokki vann SA 3:2-sigur á Fjölni í Egilshöll. Emil Alengaard og Hilmar Sverrisson komu Fjölni í 2:0. Hafþór Sigrúnarson minnkaði muninn og Jóhann Már Leifsson tryggði Akureyringum stigin þrjú með tveimur mörkum.
SA er í toppsætinu með 33 stig, 14 stigum á undan SR. Fjölnir rekur lestina með fimm stig.
Í kvennaflokki vann SA 8:0-sigur á SR í Laugardalnum. Anna Ágústsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir SA og þær Hilma Bergsdóttir, Magdalena Sulova, Aðalheiður Ragnarsdóttir, Amanda Bjarnadóttir og María Eiríksdóttir komust einnig á blað.
SA er í toppsætinu með 36 stig, Fjölnir í öðru með 27 en SR er án stiga á botninum.