Ægir Þór Steinarsson landsliðsmaður í körfuknattleik var að vanda í stóru hlutverki hjá Alicante þegar liðið sótti Palencia heim í spænsku B-deildinni í gærkvöld.
Ægir skoraði 11 stig, tók fimm fráköst og átti tvær stoðsendingar fyrir Alicante en hann lék næstmest leikmanna liðsins, eða í 29 mínútur.
Þetta dugði ekki liði Alicante sem mátti sætta sig við ósigur, 87:79, en Palencia er efst í deildinni og hefur aðeins tapað tvisvar í 21 leiki á tímabilinu.
Alicante er í sjötta sæti með 13 sigra í 21 leik og stendur vel að vígi í baráttunni um umspilssæti.