Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari úr ÍR, gat ekki tekið þátt í undanrásum fyrir 60 metra hlaup kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag.
Guðbjörg Jóna var skráð til keppni en hljóp ekki í dag og mun því ekki geta freistað þess að slá eigið Íslandsmet í greininni, sem er 7,35 sekúndur, að þessu sinni.
Ekki er vitað að svo stöddu af hverju hún þurfti frá að hverfa í dag en leiða má að því líkum að það hafi verið vegna meiðsla, en Guðbjörg Jóna hefur töluvert glímt við meiðsli undanfarin ár.
Úrslitahlaupið í greininni fer fram klukkan 13 í dag.