Guðni Valur Guðnason úr ÍR bar örugglega sigur úr býtum þegar hann keppti í kúluvarpi á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag.
Guðni Valur kastaði kúlunni lengst 18,01 metra, sem er rétt rúmlega tveimur metra lengra en Tómas Gunnar Gunnarsson Smith úr FH gerði, 15,97 metra og tryggði sér þannig annað sætið.
Besti árangur Guðna Vals innanhúss er 18,90 metrar og var hann því nokkuð frá sínu besta.