Irma hjó nærri eigin Íslandsmeti

Irma Gunnarsdóttir við keppni í dag.
Irma Gunnarsdóttir við keppni í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Irma Gunnarsdóttir bar sigur úr býtum í þrístökki kvenna innanhúss þegar hún hjó ansi nærri eigin Íslandsmeti frá því um síðustu helgi á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag.

Irma sló 27 ára gamalt mótsmet Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur úr HSK strax í fyrsta stökki. Mótsmetið var 12,67 metrar en Irma stökk 13 metra.

Í kjölfarið stökk hún nokkrum sinnum til viðbótar yfir 13 metrana og lengst 13,34 metra, en viku gamalt Íslandsmet hennar í greininni er 13,36 metrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert