Katla Björg Dagbjartsdóttir lauk fyrri ferð í svigi á HM í alpagreinum í Meribel í Frakklandi í morgun.
Katla Björg kom í mark á tímanum 1:00,96 og er þegar þetta er ritað í 65. sæti af þeim 94 keppendum sem hafa lokið fyrri ferð.
Hin bandaríska Mikaela Shiffrin, sigursælasta skíðakona sögunnar, er efst eftir fyrri ferðina eftir að hafa komið í mark á 52,54 sekúndum.
Hin svissneska Wendy Holdener er í öðru sæti eftir fyrri ferð eftir að hafa komið í mark á 52,73 sekúndum.