Kolbeinn setti mótsmet

Kolbeinn Höður Gunnarsson setti mótsmet í dag.
Kolbeinn Höður Gunnarsson setti mótsmet í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH kom fyrstur í mark í 60 metra hlaupi karla innanhúss á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag og setti um leið mótsmet.

Kolbeinn Höður kom í mark á 6,80 sekúndum í dag og var því nokkuð frá eigin Íslandsmeti í greininni, sem er 6,68 sekúndur.

Liðsfélagi hans úr FH, Gylfi Ingvar Gylfason, kom annar í mark 6,98 sekúndum, sem er hans besti árangur í greininni.

Þriðji varð Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson á 7,12 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert