Tiana Ósk Whitworth úr ÍR bar sigur úr býtum í 60 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands innanhúss í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag.
Tiana Ósk kom í mark á 7,62 sekúndum og skammt undan voru Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki á 7,67 sekúndum og Júlía Kristín Jóhannesdóttir, einnig úr Breiðabliki, á 7,72 sekúndum.
Bæði Birna Kristín og Júlía Kristín náðu þar með sínum besta árangri í greininni innanhúss.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Freyja Nótt Andradóttir úr FH, sem að öðrum ólöstuðum hefðu talist helstu keppinautar Tiönu Óskar, tóku hvorugar þátt í úrslitahlaupinu í dag.