Daníel Ingi Egilsson úr FH stökk manna lengst í langstökki innanhúss á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag.
Fjögur af sex stökkum Daníels Inga voru dæmd ógild en það kom þó ekki að sök þar sem stökkin hans tvö sem voru gild voru bæði lengri en hjá nokkrum keppinauta hans í dag.
Lengst stökk Daníel Ingi 7,23 metra í þriðja stökki sínu og einnig 6,83 metra í síðasta stökki sínu.
Næstur á eftir honum var nafni hans Daníel Breki Elvarsson úr HSK/Selfossi sem stökk lengst 6,53 metra.
Í þriðja sæti var svo Egill Atlason Waagfjörð úr Kötlu, sem stökk lengst 6,33 metra.