Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti í kvöld Íslandsmet sitt í kúluvarpi innanhúss er hún varpaði kúlu 17,92 metra á svæðismeistaramóti í Bandaríkjunum.
Bætti hún eigið tveggja vikna gamalt Íslandsmet um 22 sentímetra. ÍR-ingurinn er hefur átt ótrúlegu gengi að fagna á árinu, því hún var að bæta metið í þriðja sinn í ár.
Erna fagnaði sigri á mótinu og er því svæðismeistari, en mótið fór fram í Birmingham í Alabamaríki í Bandaríkjunum. Hún hefur tvívegis áður fagnað sigri á sama móti.