Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR bar sigur úr býtum í 200 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í morgun.
Guðbjörg Jóna, sem tók ekki þátt í 60 metra hlaupinu í gær, hljóp á 24,41 sekúndu í dag.
Er það nokkuð frá Íslandsmeti hennar í greininni, sem er 23,98 sekúndur.
Ísold Sævarsdóttir úr FH hafnaði í öðru sæti í dag er hún kom í mark á 25,79 sekúndum.
Júlía Mekkín Guðjónsdóttir úr ÍR varð þriðja er hún hljóp á 26,42 sekúndum.