Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla á Meistaramóti Íslands innanhúss í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag.
Kolbeinn Höður hljóp að þessu sinni á 21,79 sekúndum, sem er töluvert frá tveggja vikna gömlu Íslandsmeti hans, 21,03 sekúndum.
Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR hafnaði í öðru sæti á 22,27 sekúndum og Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson varð þriðji á nákvæmlega sama tíma.