Irma Gunnarsdóttir úr FH bar sigur úr býtum í langstökki á Meistaramóti Íslands innanhúss í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag.
Irma var í nokkrum sérflokki og stökk lengst 6,27 metra ásamt því að stökkva einnig, 6,26 og 6,24 metra.
Í öðru sæti varð Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki, sem stökk lengst 6,05 metra.
Í þriðja sæti varð Agla María Kristjánsdóttir úr FH. Stökk hún lengst 5,66 metra.