Djokovic jafnaði við Graf

Novak Djokovic með verðlaunabikarinn sem hann hlaut fyrir sigur á …
Novak Djokovic með verðlaunabikarinn sem hann hlaut fyrir sigur á Opna ástralska meistaramótinu í síðasta mánuði. AFP/William West

Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hefur jafnað met hinnar þýsku Steffi Graf yfir flestar vikur í efsta sæti heimslistans.

Hinn 35 ára gamli Djokovic hefur samtals verið í 377 vikur á toppi heimslistans á ferli sínum, jafn lengi og Graf náði að afreka á sínum ferli.

Djokovic hefur frá því í mars árið 2021 státað sig af því að eiga flestar vikur á toppi heimslistans í flokki karla.

Graf, sem keppti sem atvinnumaður í tennis á árunum 1982 til 1999, komst fyrst í efsta sæti heimslistans árið 1987 og hafði samtals verið í 377 vikur á toppnum þegar ferlinum lauk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka