Fjölnir getur enn unnið deildina

Kolbrún Garðarsdóttir skoraði eitt marka Fjölnis í kvöld.
Kolbrún Garðarsdóttir skoraði eitt marka Fjölnis í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Fjölnir getur enn orðið deildarmeistari kvenna í íshokkí eftir sigur á Skautafélagi Reykjavíkur, 3:0, á Íslandsmótinu í Egilshöll í kvöld.

Kolbrún Garðarsdóttir skoraði í fyrstu lotu, Kristín Ingadóttir í annarri og Harpa Kjartansdóttir innsiglaði sigurinn með marki í þeirri þriðju.

Þegar Skautafélag Akureyrar og Fjölnir eiga eftir að mætast tvisvar á Akureyri í tveimur síðustu leikjum mótsins er SA með 36 stig en Fjölnir 30. Takist Fjölniskonum að vinna báða leikina, með sjö mörkum samanlagt, vinna þær deildina og fá heimaleikjaréttinn í úrslitaeinvíginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka