Sex eiga enn möguleika á úrslitum

Það var hart barist í Unbroken-deildinni.
Það var hart barist í Unbroken-deildinni. Ljósmynd/Bjarni Baldursson

Annar dagur í Unbroken-deildinni í glímu fór fram síðastliðinn laugardag. Línurnar eru farnar að skýrast í flokkunum og verður mikið undir á þriðja keppnisdegi í mars.

Þetta er í fyrsta sinn sem sérstök glímudeild er haldin hér á landi. Keppt er í nogi (án galla) uppgjafarglímu og er einungis hægt að sigra með uppgjafartaki. Takist hvorugum að ná uppgjafartakinu endar glíman í jafntefli.

Allir keppa við alla í sínum þyngdarflokki og er glímunum dreift yfir þrjá keppnisdaga; 28. janúar, 18. febrúar og 11. mars. Efstu tveir keppendur í hverjum flokki mætast svo í hreinni úrslitaglímu þann 3. júní í Tjarnarbíói.

Rúmlega 90 keppendur eru skráðir til leiks en keppt er annars vegar í byrjendadeild (0-2 ára reynsla) og úrvalsdeild. Í heildina eru 14 þyngdarflokkar á mótinu.

Um helgina var annar keppnisdagurinn í deildinni, þar sem 130 glímur voru á dagskrá á fjórum völlum. Mikil spenna ríkir um sæti í úrslitum í flestum flokkum. Spennan er sérstaklega mikil í -88 kg flokki karla þar sem 6 keppendur eiga möguleika á að komast í úrslit.

Stöðuna í hverjum flokki fyrir sig má sjá með því að smella hér

View this post on Instagram

A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka