Gígja Björnsdóttir, Albert Jónsson og Dagur Benediktsson hófu í dag keppni á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem fram fer í Planica í Slóveníu.
Þau tóku þá öll þátt í undankeppni. Gígja varð þriðja í undankeppni í 5 km göngu kvenna og tryggði sér með því sæti í aðalkeppninni í 10 km göngu sem fram fer næsta þriðjudag, 28. febrúar, en þar verður Kristrún Guðnadóttir einnig á meðal keppenda.
Albert sigraði í undankeppni 10 km göngu karla og Dagur varð í fimmta sæti og þeir keppa því báðir í 15 km göngu næsta miðvikudag, 1. mars, þar sem Snorri Einarsson verður einnig á meðal keppenda.