Kristrún og Dagur kepptu á HM í dag

Kristrún Guðnadóttir keppti á HM í Slóveníu í dag.
Kristrún Guðnadóttir keppti á HM í Slóveníu í dag. Ljósmynd/SKÍ

Kristrún Guðnadóttir og Dagur Benediktsson kepptu bæði í sprettgöngu á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu í Slóveníu í dag.

Kristrún hafnaði í 51. sæti af 100 keppendum í kvennaflokki á tímanum 3:50,27 mínútur. Þrjátíu fyrstu komust í útsláttarkeppnina og Kristrún var tólf sekúndum frá því.

Dagur hafnaði í 75. sæti af 139 keppendum í karlaflokki á tímanum 3:27,55 mínútur. Hann var 20 sekúndum frá því að komast í hóp þrjátíu efstu og í útsláttarkeppnina.

Johannes Klæbo frá Noregi varð heimsmeistari í karlaflokki og vann úrslitasprettinn á 2:56,07 mínútum.

Jonna Sundling frá Svíþjóð varð heimsmeistari í kvennaflokki og vann úrslitasprettinn á 3:21,67 mínútum en fjórar fyrstu í greininni voru frá Svíþjóð og næstu tvær frá Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert