Tveir íslenskir spretthlauparar verða fulltrúar Íslands á Evrópumótinu innanhúss í frjálsíþróttum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson, sprettharðasta fólk Íslands, verða á meðal þátttakenda á mótinu.
Mótið fer fram í Istanbúl í Tyrklandi dagana 2.-5. mars. Guðbjörg hleypur í undanriðlum í 60 metra hlaupi föstudaginn 3. mars klukkan 9.05 og Kolbeinn keppir í sömu vegalengd laugardaginn 4. mars. Undanrásirnar hefjast klukkan 6.30 hjá körlunum.
Undanúrslita- og úrslitahlaupið í 60 metra hlaupi bæði karla og kvenna fara fram samdægurs um kvöldið.
Guðbjörg jafnaði eigið Íslandsmetið í greininni á Stórmóti ÍR í janúar og hljóp á tímanum 7,43 sekúndum. Fjórum dögum síðar sigraði hún í gríðarlega sterku hlaupi í Danmörku á glæsilegu Íslandsmeti, á tímanum 7,35 sekúndum.
Kolbeinn stórbætti 30 ára gamla Íslandsmetið í greininni á Nike-mótaröðinni í janúar, þegar hann kom í mark á tímanum 6,68 sekúndum. Fyrra metið var 6,80 sekúndur, sem Einar Þór Einarsson setti árið 1993 og hefur Kolbeinn hlaupið fimm sinnum undir gamla metinu í ár.