SA vann öruggan 4:1-sigur á Fjölni í Hertz-deild karla í íshokkí í Skautahöll Akureyrar í kvöld.
Unnar Rúnarsson, Jóhann Már Leifsson og Atli Sveinsson komu SA í 3:0, en Hilmar Sverrisson minnkaði muninn í þriðju og síðustu lotunni.
Andri Mikaelsson átti hins vegar lokaorðið þegar hann skoraði fjórða mark SA í blálokin.
Nokkuð er síðan SA tryggði sér deildarmeistaratitilinn en liðið er í toppsætinu með 38 stig. SR er í öðru sæti með 19 og Fjölnir í þriðja með sex.