Bætti tveggja mánaða gamalt Íslandsmet

Baldvin Þór Magnússon bætti Íslandsmetið.
Baldvin Þór Magnússon bætti Íslandsmetið. Ljósmynd/FRÍ

Baldvin Þór Magnússon úr UFA varð í gær svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) í 5000 metra hlaupi innanhúss og bætti um leið tveggja mánaða Íslandsmet sitt í greininni. Hann kom í mark á tímanum 13:58,24 mín. en fyrra metið var 14:01,29 mín.

Baldvin varð svo í dag svæðismeistari í bæði mílu hlaupi á tímanum 4:15,29 mín. og í 3000m hlaupi á tímanum 8:02,59 mín.

Var því nóg að gera hjá Baldvin á mótinu, en hann hefur verið duglegur að bæta Íslandsmet undanfarna mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert