HK-konur fyrstar í undanúrslitin

Leikmenn HK fagna eftir sigurinn í gærkvöld.
Leikmenn HK fagna eftir sigurinn í gærkvöld.

HK er komið í undanúrslitin í bikarkeppni kvenna í blaki, Kjörísbikarnum, eftir sigur á Þrótti úr Reykjavík, 3:1, í Laugardalshöllinni í gærkvöld.

HK verður því með í úrslitahelgi bikarkeppninnar sem er leikin í Digranesi í Kópavogi dagana 9. til 12. mars.

HK vann fyrstu hrinuna 25:17 en hún var jöfn lengi vel. Þróttur jafnaði metin með því að vinna aðra hrinu eftir mikla spennu, 28:26, en HK var þá yfir, 24:20 áður en Þróttur komst yfir með fimm stigum í röð.

Þriðja hrinan var jöfn þar til HK komst í 20:14 og vann hana 25:18, og leikinn þar með 3:1.

Stigahæstu leikmennirnir hjá Þrótti voru Irelis Maribel Ilaraza með 16 stig, Eldey Hrafnsdóttir og Nicole Hannah Johansen með 12 stig hvor. Stigahæstar hjá HK voru þær Þórdís Guðmundsdóttir með 20 stig og Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal með 19 stig.

Hinir leikirnir í átta liða úrslitunum fara fram um helgina. KA fær Álftanes í heimsókn í dag og Völsungur tekur á móti Aftureldingu og á sunnudaginn tekur Blakfélag Hafnarfjarðar á móti Þrótti úr Fjarðabyggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert