Bikarinn á loft á Akureyri

Deildarmeistarar SA með bikarinn eftir leikinn í dag.
Deildarmeistarar SA með bikarinn eftir leikinn í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Stúlkurnar í Skautafélagi Akureyrar  tóku við deildarmeistarabikarnum eftir sigur á Fjölni, 3:0, í síðasta leiknum í Hertz-deild kvenna í íshokkí á Akureyri í dag.

Katrín Björnsdóttir lagði upp fyrsta markið fyrir Aðalheiði Ragnarsdóttur og skoraði síðan tvö seinni mörk SA, bæði eftir sendingar frá Gunnborgu Jóhannsdóttur.

SA fékk þar með 42 stig í deildinni í vetur, Fjölnir 30 en Skautafélag Reykjavíkur ekkert. SA verður með heimaleikjaréttinn í úrslitaeinvíginu gegn Fjölni.

Fagnað með bikarinn.
Fagnað með bikarinn. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert