KA og Vestri tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Kjörísbikars karla í blaki.
KA hafði betur gegn Þrótti frá Fjarðabyggð á heimavelli, 3:1. KA komst í 2:0 með því að vinna fyrstu tvær hrinurnar, 25:19 og 25:15. Þróttur vann þriðju hrinuna 25:22, en KA tryggði sér sigurinn með því að vinna fjórðu hrinuna 25:20.
Á Húsavík hafði Vestri betur gegn Völsungi, 3:1. Vestri vann fyrstu tvær hrinurnar 25:18 og 25:22. Völsungur svaraði með 27:25 sigri í þriðju hrinu en Vestri vann fjórðu hrinuna 25:19.
Í kvennaflokki komst KA einnig í undanúrslit, með heimasigri á Álftanesi, 3:1. Álftanes vann fyrstu hrinuna 25:19 en KA svaraði með 25:19, 25:16 og 25:16 sigrum í næstu þremur hrinum.
Þá vann Völsungur heimasigur á Aftureldingu, 3:1. Afturelding vann fyrstu hrinuna 25:22 en Völsungur næstu þrjár, 31:29, 25:22 og 25:23.