Glímukappinn Einar Eyþórsson stóð uppi sem tvöfaldur sigurvegari á Opna franska meistaramótinu í hryggspennu á laugardaginn.
Mótið fór fram í Langueux í Brittany í Frakklandi. 17 keppendur kepptu fyrir Ísland á vegum Glímusambands Íslands, en alls voru yfir 200 keppendur á mótinu.
Besta árangrinum náði Einar, en hann varð meistari í +90 kg og opnum flokki.
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir náði öðru sæti í +70 kg flokki og Alexandra Agla Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í -75 kg flokki.
Mikael Hall Valdimarsson varð í öðru sæti í flokki 14 ára stráka og Benóní Meldal Kristjánsson varð í þriðja sæti í flokki 15 ára stráka.