Fury hafði betur

Tommy Fury (til vinstri) hafði betur í viðureign sinni við …
Tommy Fury (til vinstri) hafði betur í viðureign sinni við Bandaríkjamanninn Jake Paul (til hægri) í gærkvöldi í Sádí-Arabíu. AFP

Hnefaleikamaðurinn og raunveruleikastjarnan Tommy Fury hafði betur í hnefaleikaviðureign sinni við Bandaríkjamanninn Jake Paul í gærkvöldi í Sádi-Arabíu, en tveir dómarar af þremur dæmdu Fury í hag.

Hinn 23 ára Fury leiddi bardagann þar til í 8. lotu þegar Paul náði yfirhöndinni er Fury féll í gólfið. Fury náði sér þó aftur á strik og var dæmdur sigurvegari bardagans.

„Undanfarin tvö ár hefur þetta heltekið líf mitt,“ sagði Fury að loknum bardaga. Sigurinn tileinkaði hann nýfæddri dóttur þeirra Molly Mae, Bambi.

Paul, sem laut í lægra haldi, sagðist virða Fury. Hann var þó ekki fyllilega sáttur með úrslit kvöldsins.

„Ég er ekki viss um að ég sé sammála dómurunum. Ég fæ því ekki breytt en svona er hnefaleikaheimurinn.“

Tommy Fury tileinkaði sigurinn nýfæddri dóttur þeirra Molly Mae, Bambi.
Tommy Fury tileinkaði sigurinn nýfæddri dóttur þeirra Molly Mae, Bambi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert