SA fékk bikarinn

Leikmenn SA með deildarmeistarabikarinn eftir leikinn í gær.
Leikmenn SA með deildarmeistarabikarinn eftir leikinn í gær. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Leikmenn Skautafélags Akureyrar tóku í gær við deildarmeistarabikarnum í Hertz-deild karla í íshokkí eftir að þeir sigruðu Skautafélag Reykjavíkur, 5:2, í síðasta heimaleik sínum í deildinni.

SA er með 41 stig, SR 19 og Fjölnir 6 þegar tveimur leikjum er ólokið í deildinni en SR á eftir að mæta báðum liðunum á sínum heimavelli.

Unnar Rúnarsson skoraði tvö marka Akureyringa, Andri Mikaelsson, Uni Sigurðarson og Gunnar Arason sitt markið hver, en Þórhallur Viðarsson og Ómar Söndruson skoruðu fyrir SR.

Andri Mikaelsson fyrirliði SA með bikarinn.
Andri Mikaelsson fyrirliði SA með bikarinn. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert