Leikmenn Skautafélags Akureyrar tóku í gær við deildarmeistarabikarnum í Hertz-deild karla í íshokkí eftir að þeir sigruðu Skautafélag Reykjavíkur, 5:2, í síðasta heimaleik sínum í deildinni.
SA er með 41 stig, SR 19 og Fjölnir 6 þegar tveimur leikjum er ólokið í deildinni en SR á eftir að mæta báðum liðunum á sínum heimavelli.
Unnar Rúnarsson skoraði tvö marka Akureyringa, Andri Mikaelsson, Uni Sigurðarson og Gunnar Arason sitt markið hver, en Þórhallur Viðarsson og Ómar Söndruson skoruðu fyrir SR.