Hvert þunga höggið á fætur öðru

Sveindís Jane Jónsdóttir, Guðný Árnadóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir svekktar …
Sveindís Jane Jónsdóttir, Guðný Árnadóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir svekktar eftir leikinn gegn Hollandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á síðustu rúmu tveimur árum hafa íslensk landslið þurft að þola hvert þunga höggið á fætur öðru og misst af stórum afrekum með eins svekkjandi hætti og hægt er.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta lék við Ungverjaland í úrslitaleik í umspili um sæti á lokamóti Evrópumótsins 12. nóvember árið 2020. Mótið átti að fara fram árið 2020, en var frestað til 2021 vegna kórónuveirunnar.

Ísland var með 1:0 forystu þar til á 88. mínútu þegar Ungverjar jöfnuðu og Dominik Szoboszlai skoraði síðan sigurmark Ungverja í uppbótartíma. Ísland var á leiðinni á EM þar til á 88. mínútu en fékk þá tvö þung högg og var úr leik með grátlegum hætti.

Bakvörð Jóhanns má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert