SR vann Fjölni, 6:3, í miklum markaleik í Hertz-deild karla í íshokkí í Skautahöll Reykjavíkur í kvöld.
Martin Simanek kom Fjölni yfir í fyrstu lotu en þeir Sölvi Atlason og Gunnlaugur Þorsteinsson svöruðu fyrir SA og sáu til þess að liðið færi með 2:1-forskot inn í aðra lotu.
Miloslav Racansky, Styrmir Maack og Axel Orongan skoruðu allir í annarri lotunni og komu SR í 5:1.
Fjölnismenn neituðu að gefast upp, því Sölvi Egilsson og Falur Guðnason minnkuðu muninn í 5:3 í þriðju lotunni, en Kári Arnarsson átti lokaorðið fyrir SR, þegar hann skoraði sjötta markið á 47. mínútu.
SR er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig, 19 stigum á eftir toppliði SA. Fjölnir er í þriðja með sex stig.