Móti í Bláfjöllum frestað vegna snjóleysis

Frá keppni í Bláfjöllum fyrir nokkrum árum þegar nægilega mikill …
Frá keppni í Bláfjöllum fyrir nokkrum árum þegar nægilega mikill snjór var í fjöllunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþjóðlegu móti í alpagreinum, sem átti að fara fram í Bláfjöllum um næstu helgi, hefur verið frestað vegna slæmra skilyrða.

Óvenju hlýtt hefur verið að undanförnu miðað við árstíma og taka skilyrðin slæmu einfaldlega til snjóleysis í fjöllunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skíðasambandi Íslands.

Þar segir að ný dagsetning fyrir mótið verði tilkynnt síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert