Alþjóðlegu móti í alpagreinum, sem átti að fara fram í Bláfjöllum um næstu helgi, hefur verið frestað vegna slæmra skilyrða.
Óvenju hlýtt hefur verið að undanförnu miðað við árstíma og taka skilyrðin slæmu einfaldlega til snjóleysis í fjöllunum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skíðasambandi Íslands.
Þar segir að ný dagsetning fyrir mótið verði tilkynnt síðar.