Vigdís snýr aftur í Portúgal

Vigdís Jónsdóttir snýr aftur í Portúgal.
Vigdís Jónsdóttir snýr aftur í Portúgal. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Evrópubikarkastmóti í Leira í Portúgal 11.-12. mars næstkomandi. Á meðal þeirra verða Vigdís Jónsdóttir, sem gaf það út sumarið 2021 að hún væri hætt keppni.

Íslandsmethafarnir Guðni Valur Guðnason keppa í kringlukasti og sleggjukasti og fyrrverandi Íslandsmethafinn Vigdís keppir í sleggjukasti. Þá keppir Mímir Sigurðarson í kringlukasti og Dagbjartur Daði Jónsson í spjótkasti.

Guðni, Vigdís og Dagbjartur keppa fyrir ÍR og Mímir og Hilmar fyrir FH. Þjálfarar verða Pétur Guðmundsson og Einar Vilhjálmsson.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert